Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

29

EYOWF 2015 þriðja keppnisdegi lokið

28.01.2015

Þá er þriðja keppnisdegi á EYOWF 2015 lokið. Íslensku þátttakendurnir stóðu í ströngu á ýmsum vígstöðum og stóðu sig vel. Í listhlaupi á skautum - frjálsum æfingum - keppti Kristín Valdís Örnólfsdóttir. Kristín Valdís hafnaði í 27. sæti með 77.65 í heildareinkunn. Í 7,5 km frjálsri göngu drengja kepptu þeir Albert Jónsson og Dagur Benediktsson. Albert átti mjög góðan dag þar sem hann hafnaði í 56. sæti á tímanum 21.52,3. Dagur varð í 78. sæti á tímanum 23.21,1. Í stórsvigi stúlkna var brautin í fyrri ferðinni ansi erfið, alls féllu 33 keppendur úr leik í henni. Þar á meðal þær Elísa Arna Hilmarsdóttir og Andrea Björk Birkisdóttir. María Eva Eyjólfsdóttir og Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir náðu 25. og 26. sæti á tímunum 2.00,35 og 2.01,03.

Lokastöðu í keppnisgreinum íslensku þátttakendana má sjá með því að smella á viðkomandi grein: listhlaup á skautum stúlkna, 7,5 km frjáls ganga drengja, stórsvig stúlkna.

Á morgun er svo komið að síðasta keppnisdegi íslensku krakkanna. Þá keppa Dagur og Albert í sprettgöngu og Arnar Birkir Dansson keppir í stórsvigi drengja.

Myndir með frétt