Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
20

Úttekt á kostnaði vegna afreksfólks

26.01.2015

Á blaðamannafundi í tengslum við úthlutun ÍSÍ á styrkjum Afrekssjóðs ÍSÍ fyrir 2015 tilkynnt forseti ÍSÍ, Lárus L. Blöndal, um að vinna væri hafin við að reikna út kostnað vegna íþróttamanna.

Verið að skoða ítarlega þau gögn sem eru til hjá sambandinu sem og leita upplýsinga hjá öðrum þjóðum varðandi kostnaðarliði, umhverfi íþróttamanna, styrki og fleira sem tengist fjárhagsmálum afreksíþróttafólks.  Stór þáttur í þeirri umræðu eru lýðréttindi afreksíþróttafólks og hvernig íþróttafólk sem ætlar að ná alþjóðlegum árangri geti stefnt að því markmiði án þess að þurfa sífellt að hafa áhyggjur af framtíðinni og öryggi sínu.

Þannig er verið að skoða hver heildarkostnaður íþróttamanna í fjölmörgum íþróttagreinum er á ári, þ.m.t. vegna æfinga, þátttöku í mótum, ferðakostnaðar og framfærslu.  Ekki er eingöngu verið að skoða rauntölur okkar fremsta íþróttafólks, heldur einnig hver kostnaðurinn væri ef að íslenskt afreksíþróttafólk hefði sambærilegan stuðning og aðrar þjóðir veita sínu fremst fólki.  Misjafnir kostnaðarþættir eru milli íþróttagreina og auk þess þarf að taka tillit til aldurs og búsetu einstaklinga. 

„Markmiðið er að okkar fremsta íþróttafólk sé í sambærilegri stöðu við íþróttafólk í nágrannalöndum okkar - að menn þurfi ekki sífellt að hafa áhyggjur af því að komast í gegnum næsta dag og hafi áunnið sér sömu réttindi og jafnaldrar þeirra þegar ferlinum lýkur“ sagði Lárus í samtali við Sindra Sverrisson, fréttamann Morgunblaðsins síðasta föstudag, en viðtal við Lárus birtist í helgarblaði Morgunblaðsins.

„Þetta er ekki bara spurning um afreksstyrki heldur að breyta umgjörðinni.  Ég geri ráð fyrir að þetta muni kalla á verulegar breytingar á styrkjakerfinu“ sagði Lárus enfremur en ætlunin er að vinna að þessari úttekt nú á vormánuðum þannig að hægt sé að ræða þessi mál enn frekar á Íþróttaþingi ÍSÍ í apríl.