Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
20

Annar keppnisdagur EYOWF 2015

26.01.2015

Á öðrum keppnisdegi EYOWF 2015 kepptu stúlkurnar í svigi. Töluvert snjóaði í nótt og í dag í fjallinu. Aðstæður voru þrátt fyrir það mjög góðar. Í fyrri ferðinni náði María Eva Eyjólfsdóttir besta tímanum af íslensku þátttakendunum þegar hún kom í mark á 51.80s og var það 46 besti tíminn. Í næsta sæti á eftir kom svo Andrea Björk Birkisdóttir á tímanum 51.91s. Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir kom í mark á tímanum 52.63 sem var 61. besti tíminn að lokinni fyrri umferð. Elísa Arna Hilmarsdóttir náði ekki að klára fyrri ferðina. 

Í seinni ferðinni skíðaði Andrea Björk á 53.83 og endaði hún í 41. sæti. María Eva og Hólmfríður Dóra féllu úr leik í seinni umferðinni. Heildarúrslit frá keppni í svigi stúlkna má finna hér.

Á myndinni sem fylgir fréttinni má sjá mynd af stúlkunum. Frá vinstri - Hólmfríður Dóra, Elísa Arna, Andrea Björk og María Eva.

 

Á morgun verður nóg um að vera hjá íslenska hópnum, þá keppa stúlkurnar í stórsvigi. Kristín Valdís keppir í frjálsum æfingum á listskautum og Dagur og Albert keppa í 7,5km göngu með frjálsri aðferð.