Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
7

Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar 2015

21.01.2015

Sunnudaginn 25. janúar n.k. verður 12. Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar sett í Vorarlberg í Austurríki. Í ár eru leikarnir samvinnuverkefni Ólympíunefnda Austurríkis og Liechtenstein. Framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands hefur samþykkt tilnefningar Skíðasambands Íslands (SKÍ) og Skautasambands Íslands (ÍSS) vegna viðburðarins.

Ísland sendir að þessu sinni 8 keppendur til leiks og keppa þau í þremur íþróttagreinum. Fimm keppendur munu keppa í svigi og stórsvigi á hátíðinni, tveir keppa í skíðagöngu og ein stúlka keppir í listskautum.
Íslenski hópurinn heldur utan á laugardaginn og kemur heim viku síðar.
Hægt er að fylgjast með Ólympíuhátíðinni á síðunni http://www.eyowf2015.org

Þátttakendur:
Örvar Ólafsson                                  aðalfararstjóri
Mundína Ásdís Kristinsdóttir            sjúkraþjálfari
John Detter Kauffman                       flokksstjóri og þjálfari, listhlaup
Kristinn Magnússon                          flokksstjóri og þjálfari, alpagreinar
Steven Gromatka                               flokksstjóri og þjálfari, skíðaganga
Arnar Birkir Dansson                         keppandi – alpagreinar    
Andrea Björk Birkisdóttir                  keppandi – alpagreinar
Elísa Arna Hilmarsdóttir                    keppandi – alpagreinar
Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir        keppandi – alpagreinar
María Eva Eyjólfsdóttir                     keppandi – alpagreinar
Kristín Valdís Örnólfsdóttir               keppandi – listskautar
Albert Jónsson                                   keppandi – skíðagöngu
Dagur Benediktsson                           keppandi – skíðagöngu

Einnig mun Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ vera viðstödd leikana en hún á sæti í EYOF nefnd Evrópusambands Ólympíunefnda (EOC) og mun sinna eftirlitshlutverki meðan á leikunum stendur. 

Nánari upplýsingar veitir Örvar Ólafsson, verkefnastjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ, 863-9980 / 514-4013 / orvar@isi.is