Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
12

Helstu niðurstöður hádegisfundar um notkun fæðubótarefna og ólöglegra efna í íþróttum

13.01.2015Föstudaginn 9. janúar boðaði ÍSÍ til hádegisfundar þar sem Dr. Viðar Halldórsson íþróttafélagsfræðingur kynnti niðurstöður framahaldsskólarannsóknar sem Rannsóknir og greining vann fyrir Lyfjaeftirlit ÍSÍ. Rannsóknin var hluti af rannsókninni Ungt fólk sem lögð var fyrir alla framhaldsskólanema haustið 2013. Gild svör voru ríflega 11.000 og svarhlutfall 75,5%.

Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að notkun fæðubótarefna og ólöglegra lyfja tengist íþróttaiðkun en neysla þeirra er fyrst og fremst á meðal þeirra sem stunda íþróttir utan íþróttafélaga. Strákar eru líklegri neytendur en stelpur í öllum tilvikum nema þegar kemur að notkun á brennslutöflum, þar eru þær mun líklegri. Þá eru strákar í eldri aldurshópnum 18-20 ára líklegri neytendur en þeir sem yngri eru. Neyslan virðist mælast heldur minni hérlendis en víða annars staðar.

Dr. Viðar velti því upp hverjar gætu verið hugsanlegar skýringar á því af hverju neyslan er minni á meðal nemenda sem iðka íþróttir innan íþróttafélaga en þeirra sem stunda íþróttir utan þeirra. Það sem hann nefndi sem hugsanlegar skýringar voru formgerð íþróttafélaganna sem felur í sér reglur íþróttahreyfingarinnar t.d. er varða lyfjaeftirlit, sögu íþróttafélaga, hefðir þeirra og gildi og virka þátttöku foreldra. 

Hádegisfundurinn var vel sóttur og talsverður fjöldi fylgdist með honum á netinu.