Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
12

Opnað hefur verið fyrir skil á starfsskýrslum í Felix

09.01.2015

Opnað hefur verið fyrir árleg starfskýrsluskil í Felix - félagakerfi íþróttahreyfingarinnar. Samkvæmt 8. grein í lögum ÍSÍ skulu allir sambandsaðilar, íþróttafélög, íþróttahéruð og sérsambönd skila skýrslu inn eigi síðar en 15. apríl ár hvert.

"Fyrir 15. apríl árlega skulu sambandsaðilar ÍSÍ senda framkvæmdastjórn ÍSÍ starfsskýrslur síðasta árs í tölvuskrá samkvæmt forriti sem ÍSÍ leggur til ásamt félaga- og iðkendatali síðasta starfsárs. Aðili, sem ekki skilar skýrslum í tæka tíð missir rétt til þátttöku í íþróttaþingi, svo og í opinberum íþróttamótum þar til skýrslum hefur verið skilað eða samið við framkvæmdastjórn um stuttan frest til þess. Við beitingu þessarar greinar skal leitast við að refsingu sé beitt gagnvart þeim aðila, deild, félagi eða sambandi sem ábyrgð bera á því að skýrslu er ekki skilað."

Í starfsskýrslum eru upplýsingar um félagsmenn, iðkendur eftir íþróttagreinum, stjórnarmenn og lykiltölur úr ársreikningi. Haldið er utan um þessar upplýsingar fyrir hvert ár, þannig að hægt er að vinna tölfræði úr þessum gögnum og gera samanburð milli ára. Upplýsingarnar eru m.a. mælikvarði á stærð og þróun íþróttagreina og héraða og hefur áhrif á fulltrúafjölda á þingum innan sérsambanda. Þess vegna er afar mikilvægt að senda frá sér áreiðanlegar upplýsingar til að byggja á.

Starfsskýrslan skiptist í þrennt:

  • Félagatal (félagar og iðkendur).
  • Ársreikning fyrir síðastliðið ár.
  • Nýjustu upplýsingar um stjórnarsetu í félaginu og deildum þess. 

Sérstaklega er vakin athygli á því að nú þegar ættu allar einingar íþróttahreyfingarinnar að geta farið inn í kerfið og klárað að ganga frá þeim hluta ársskýrslunnar sem snýr að félagatali (félagar og iðkendur) þó að ekki sé enn búið að halda aðalfundi.

Ítarlegar leiðbeiningar um starfsskýrsluferlið eru hér á heimasíðunni en einnig getur starfsmaður Felix, Birgir Sverrisson, aðstoðað við starfsskýrsluskil.  Einnig er hægt að óska sérstaklega eftir námskeiðum fyrir hópa, t.d. innan einstakra íþróttahéraða.  Hægt er að ná í Birgi í síma 514-4022 eða með tölvupósti á birgir@isi.is