Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

2

EOC tilnefndi Líneyju Rut

06.01.2015

Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ varð þess heiðurs aðnjótandi að Evrópusamband ólympíunefnda (EOC), sem eru álfusamtök ólympíunefnda í Evrópu, tilnefndu hana til IOC 2014 Women and Sport Award, fyrir framúrskarandi starf í þágu íþrótta og sem fyrirmynd stúlkna og kvenna í íþróttahreyfingunni bæði hérlendis sem og á alþjóðavettvangi.  

Alþjóðaólympíunefndin (IOC) hafa nú tilkynnt verðlaunahafa IOC 2014 Women and Sport Award. Alheimsverðlaunin hlaut Meriem Cherni Mizouni frá Túnis, fyrsti kvenkyns keppandi Túnis á Ólympíuleikum.  Einnig voru valdir verðlaunahafar hverrar heimsálfu fyrir sig og sú sem hlaut verðlaunin í Evrópu var Anastasia Davydova frá Rússlandi, fyrsti varaforseti Ólympíunefndar Rússlands. Nánari upplýsingar um verðlaunahafa IOC 2014 Women and Sport Award er að finna hér.

Tilnefningar til verðlaunanna koma frá IOC, álfusamtökum ólympíunefnda, ólympíunefndum og alþjóðasamböndum íþrótta.

Á myndinni má sjá Líneyju Rut með viðurkenninguna sem hún fékk frá IOC vegna tilnefningarinnar.