Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
12

Ásgeir og Pétur í Heiðurshöll ÍSÍ

05.01.2015

Þann 3. janúar síðastliðinn, þegar kjöri um Íþróttamann ársins 2014 var lýst, var útnefnt í Heiðurshöll ÍSÍ í áttunda og níunda sinn. Ásgeir Sigurvinsson knattspyrnumaður og Pétur Karl Guðmundsson körfuknattleiksmaður voru útnefndir í Heiðurshöllina. Ásgeir og Pétur þarf vart að kynna en þeir voru báðir framúrskarandi íþróttamenn í sínum íþróttum. Báðir áttu afar farsælan keppnisferil og eru miklar fyrirmyndir.

Heiðurshöll ÍSÍ var stofnuð þann 28. janúar 2012 í tilefni af 100 ára afmæli ÍSÍ og var Vilhjálmur Einarsson fyrstur tekinn þar inn. Hér má sjá Heiðurshöll ÍSÍ.

Meðfylgjandi myndir voru teknar á Íþróttamanni ársins 2014, af Ásgeiri og Pétri ásamt Lárusi L. Blöndal forseta ÍSÍ og Líneyju Rut Halldórsdóttur framkvæmdastjóra ÍSÍ. 

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands óskar Ásgeiri og Pétri innilega til hamingju með útnefninguna.