Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
30

Gullsamstarfsaðilar Smáþjóðaleika 2015

01.12.2014

Í dag, 1. desember, skrifaði ÍSÍ undir samstarfssamning við Gullsamstarfsaðila Smáþjóðaleikanna 2015. Lárus Blöndal forseti ÍSÍ og Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ skrifuðu undir samstarfssamninga ásamt fulltrúum fyrirtækjanna. Fyrirtækin sem eru Gullsamstarfsaðilar leikanna eru Advania, Askja, Bílaleiga Akureyrar Europcar, Eimskip, Icelandair Group, Íslandsbanki, Vífilfell og ZO-ON. 

Hönnuðirnir Elsa Nielsen og Logi Jes Kristjánsson, sem hönnuðu bæði merki leikanna og lukkudýr leikanna, kynntu lukkudýrið til leiks með því að segja frá hugmyndinni á bak við lukkudýrið og sýna teiknimyndasögu um fæðingu þess. Tvö lukkudýr mættu síðan í bíóið og skemmtu áhorfendum með flottri sýningu og sátu fyrir á myndatökum. Lukkudýr leikanna er nafnlaust og því verður efnt til nafnasamkeppni á næstu vikum. Formið á nafnasamkeppninni verður kynnt síðar.

Undirritun samninganna og kynningin á lukkudýrinu fór fram í Laugarásbíó, þar sem sýndar voru auglýsingar fyrirtækjanna ásamt því að fulltrúar fyrirtækjanna fengu mynd af sér með lukkudýri leikanna. Jói G. var kynnir dagsins og fór á kostum í því hlutverki.

ÍSÍ þakkar öllum sem komu að þessum flotta degi.