Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Haraldur Þórarinsson heiðraður með Gullmerki ÍSÍ

16.11.2014

Haraldur Þórarinsson fyrrverandi formaður Landssambands hestamannafélaga (LH) var heiðraður með Gullmerki ÍSÍ þann 14. nóvember síðastliðinn á Formannafundi ÍSÍ. Það var Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ sem sæmdi Harald merkinu.  Haraldur lét af embætti formanns LH í byrjun nóvember síðastliðinn eftir 16 ára samfellt starf í forystu sambandsins.  Hann var kjörinn í stjórn LH árið 1998 og gegndi embætti varaformanns allt til ársins 2006 er hann var kjörinn formaður sambandsins.  Haraldur hefur fylgt sambandinu í gegnum mjög mikinn vöxt og þróun en LH er nú þriðja stærsta sérsamband ÍSÍ með yfir 11 þúsund iðkendur.