Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
18

Heimsókn til Félags eldri borgara í Hafnarfirði

07.11.2014

Á vegum ÍSÍ er starfandi nefnd um íþróttir 60 ára og eldri. Einu sinni til tvisvar sinnum á vetri heldur þessi nefnd fræðslufundi í samstarfi við Félag eldri borgara víðsvegar um landið. Að þessu sótti nefndin heim Félag eldri borgara í Hafnarfirði fimmtudaginn 6. nóvember

Fundurinn fór fram í Hraunseli við Flatahraun í Hafnarfirði. Markmið fundarins var að fræða eldri borgara í Hafnarfirði um hvernig auka megi lífsgæðin á efri árum og stuðla þannig að farsælli öldrun og velta upp þeirri spurningu, hvað getum við sjálf gert til að auka lífsgæðin á efri árum?

Fundurinn var ágætlega sóttur og erindin voru fjölbreytt, fræðandi og skemmtileg. Fyrirlesarar á þessum fundi voru: Líney Úlfarsdóttir, sálfræðingur, Ólafur Þór Gunnarsson, öldrunarlæknir, Ólöf Guðný Geirsdóttir, næringafræðingur og Ásdís Halldórsdóttir og Steinunn Leifsdóttir íþróttafræðingar. Fram kom hjá öllum fyrirlesurum mikilvægi þess að hreyfa sig reglulega og neyta góðrar næringaríkrar fæðu. Huga þarf bæði að styrktar- og þolþjálfun ásamt því að brjótast út úr vananum og auka fjölbreytni í mataræðinu. Allt telur og mikilvægt er að bæta hreyfingu inn í daglegar athafnir eins og að ganga stigana í stað þessað taka lyftuna, leggja lengra frá þegar farið er í búiðna og svo mætti lengi telja.

Ljóst er að framboð af fjölbreyttri hreyfingu fyrir þennan aldurshóp hefur stóraukist á undanförnum árum, sem gerir þessum aldurshópi kleift að finna auðveldlega eitthvað við sitt hæfi. Allir ættu að hafa hugfast að það er aldrei of seint að byrja á markvissri hreyfingu.

Það var virkilega gaman að sækja Hafnfirðinga heim og sjá þá góðu aðstöðu sem þeir búa yfir. Þeir mega vera einstaklega stoltir af sínu starfi. Mikið og fjölbreytt starf er í boði fyrir eldri borgara í Hafnarfirði hvort sem það tengist hreyfingu eða annari tómstundariðju.