Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
15

Hermann Níelsson sæmdur Heiðurskrossi ÍSÍ

27.10.2014

Hermann Níelsson íþróttafrömuður var í dag sæmdur Heiðurskrossi ÍSÍ fyrir störf sín í þágu íþrótta í landinu.  Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ afhenti Hermanni Heiðurskrossinn að viðstaddri fjölskyldu hans og fulltrúum ÍSÍ, á Landsspítalanum við Hringbraut þar sem Hermann dvelur nú vegna illvígra veikinda, 

Hermann hefur helgað lif sitt íþróttum og uppbyggingu þeirra á landsvísu.  Hann var ötull íþróttakennari við Alþýðuskólann á Eiðum um langt skeið og snerti þar líf hundruða nemenda. Þá var hann í forsvari fyrir íþróttahreyfinguna á Austurlandi til margra ára, meðal annars sem formaður Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands (UÍA) í um áratug.  Sem formaður Knattspyrnufélagsins Harðar á Ísafirði hefur hann sinnt uppbyggingu glímuíþróttarinnar svo eftir því hefur verið tekið, auk annarra íþrótta.  Ekki má gleyma starfi Hermanns í þágu almenningsíþrótta en hann átti lengi sæti í Trimmnefnd ÍSÍ sem var undanfari samtakanna Íþróttir fyrir alla og síðar Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ.  Hér er fátt eitt nefnt og gæti upptalning á störfum Hermanns í hreyfingunni verið mikið lengri og innihaldið m.a. stofnun Körfuknattleiksfélags Ísafjarðar, keppnisferil hans í fjölmörgum íþróttagreinum, starf sviðsstjóra íþrótta við Menntaskólann á Ísafirði og kvikmyndagerð um afreksíþróttabrautir.

Stjórn og starfsfólk ÍSÍ óskar Hermanni til hamingju með heiðursveitinguna og alls góðs í veikindabaráttu hans.

Myndir með frétt