Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Fjölmennt fjarnám 1. stigs ÍSÍ í þjálfaramenntun

08.10.2014Haustfjarnám ÍSÍ á 1. stigi þjálfaramenntunarinnar er nú komið í fullan gang með yfir 40 nemendum sem koma frá hinum ýmsu íþróttagreinum og eru búsettir mjög víða á landinu.  Meðal íþróttagreina sem nemendur eru að þjálfa eða ætla að þjálfa eru sund, karate, dans, körfuknattleikur, skíði, frjálsíþróttir, taekwondo, rathlaup og íslensk glíma.  Miklar umræður skapast gjarnan á spjallsvæði námsins þar sem nemendur deila þekkingu sinni og ýmsum atriðum í náminu.  Námið tekur átta vikur og verður því þar með lokið vel fyrir jólamánuðinn. Fjárnám ÍSÍ á 1. 2. og 3. stigi þjálfaramenntunarinnar verður aftur í boði á vorönn 2015 og mun líklega hefjast í febrúar.