Verðlaunaafhending Hjólum í skólann 2014
Verðlaunaafhending Hjólum í skólann 2014 fór fram mánudaginn 22. september í höfuðstöðvum ÍSÍ við Engjateig. Boðið var upp á léttar veitingar og Ingibjörg B. Jóhannesdóttir úr stjórn Almenningsíþróttasviðs veitti viðstöddum verðlaunahöfum viðurkenningar.
Myndir frá verðlaunaafhendingunni má finna á facebook undir „Hjólum í skólann“.
Úrslitin má finna hér.
Ferðamáti þátttakenda skiptist svona: hjólað 65,6%, strætó/ganga 19,4%, ganga 11,9%, strætó/hjólað 2,0%, hlaup 1,0%, annað 0,2% og línuskautar 0%.
Til gamans má geta þess að mikil aukning hefur orðið á þeim sem völdu að hjóla í skólann frá því í fyrra, frá 37,9% í 65,6%.
Markmið verkefnisins er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta meðal nemenda og starfsmanna framhaldsskólanna.
Á meðan að verkefninu stóð var dregið úr skráðum þátttakendum og gátu þeir unnið hjólatösku með viðgerðasetti. Síðasta daginn var dregið út glæsilegt TREK reiðhjól að verðmæti 100.000 kr frá hjólreiðaversluninni Erninum. Auk þess gátu tveir heppnir einstaklingar unnið 25.000 kr snertilaust kreditkort frá Valitor með því að taka mynd og setja á Instagram og merkja með #hjolumiskolann
Hjólum í skólann er samstarfsverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Hjólafærni á Íslandi, Embætti landlæknis, Reykjavíkurborgar, Samgöngustofu og Sambands Íslenskra framhaldsskólanema. ÍSÍ þakkar samstarfsaðilum kærlega fyrir gott samstarf og stuðninginn.
Að auki þakkar ÍSÍ Erninum, Valitor og FM957 fyrir þeirra framlag og samstarf, sem og öllum nemendum og starfsmönnum framhaldsskólanna.