Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

Ráðstefna um afreksíþróttir

19.09.2014Mánudaginn 13. október nk. heldur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands ráðstefnu um afreksíþróttir. Ráðstefnan fer fram í Reykjavík og mun hefjast kl. 9:00 og áætlað er að henni ljúki um kl. 13:00.

Á þessari ráðstefnu er ætlunin að fjalla um afreksíþróttir frá mismunandi sjónarhornum og velta upp þeirri vinnu sem hefur verið í gangi við stefnumótun sambandsaðila og þeim árangri sem náðst hefur á alþjóðlegum vettvangi.

Jeroen Bijl frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Hollands mun flytja erindi um afreksíþróttir í Hollandi, þ.e. hvernig Hollendingar hafa unnið að því að verða ein besta íþróttaþjóð í heimi og hvernig sérsambönd þar í landi starfa á þessu sviði. Jafnframt mun hann svara spurningum sem tengjast þeirra starfsemi og þá stefnumótun sem er í gangi í Hollandi.

Um allan heim eru þjóðir að horfa til Hollendinga og vinnu þeirra í afreksmálum. Holland er sú þjóð sem nær einna flestum verðlaunum á alþjóðlegum mælikvarða, þótt hún sé ekki sérstaklega fjölmenn eða með hæstu útgjöldin til þessara mála. Síðar þennan dag leikur íslenska landsliðið í knattspyrnu við það hollenska, en það þekkja allir þann frábæra árangur sem hollenska liðið hefur náð á síðustu árum.

Ráðstefnan er sérstaklega hugsuð fyrir þá aðila sem koma að afreksíþróttum hjá sérsamböndum ÍSÍ, en jafnframt þeim sem starfa að þessum málaflokki hjá íþróttahéruðum, íþróttafélögum og deildum þeirra, sveitarfélögum, o.s.frv.

Nánari dagskrá og staðsetning verða kynntar á næstunni. Munið að taka daginn frá og hvetja sem flesta til þátttöku.

Frekari upplýsingar veitir Andri Stefánsson, sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ,
863 1525 / andri@isi.is