Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Fundað með USVH

17.09.2014

Starfssvæði Ungmennasambands Vestur-Húnavatnssýslu var síðasti viðkomustaðurinn í fjögurra daga hringferð Lárusar L. Blöndal forseta ÍSÍ, Líneyjar R. Halldórsdóttur framkvæmdastjóra, Gunnars Bragasonar gjaldkera, Höllu Kjartansdóttur skrifstofustjóra og Viðars Sigurjónssonar skrifstofustjóra ÍSÍ á Akureyri, þar sem íþróttahéruð voru heimsótt. Alls voru 10 íþróttahéruð heimsótt en fyrirhugaðar á næstu vikum og mánuðum eru heimsóknir í þau héruð sem ekki náðust í þessari ferð.

Fundað var með Reimari Marteinssyni formanni USVH, Þorsteini Guðmundssyni framkvæmdastjóra og sex forsvarsmönnum félaga af svæðinu síðdegis sunnudaginn 14. september, en fyrir fundinn leiddi Reimar mannvirkjaskoðun á Hvammstanga. Mikill kraftur er í starfi aðildarfélaga USVH og metnaður lagður í að halda úti eins öflugu íþróttastarfi og unnt er. Á fundinum var farið yfir það helsta sem í boði er innan sambandsins og ýmis hagsmunamál reifuð.

Myndir með frétt