Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
13

Móttaka til heiðurs þátttakendum á Ólympíuleikum ungmenna

09.09.2014

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stóð í gær fyrir móttöku til heiðurs þátttakendum á Ólympíuleikum ungmenna sem fram fóru í Nanjing í Kína 16. - 28. ágúst s.l. Á leikunum voru íslenskir keppendur í sundi og knattspyrnu. U15 ára landslið drengja í knattspyrnu náði þeim eftirtektarverða árangri að tryggja sér bronsverðlaun á leikunum.

Við móttökuna ávörpuðu hópinn þeir Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ, Andri Stefánsson sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ, Hörður Oddfríðarson formaður Sundsambands Íslands og Geir Þorsteinsson formaður Knattspyrnusambands Íslands. Sýnt var myndband með svipmyndum frá þátttöku Íslendinga á leikunum og forseti ÍSÍ, Lárus L. Blöndal og framkvæmdastjóri ÍSÍ, Líney Rut Halldórsdóttir, afhentu þátttakendum viðurkenningu fyrir þátttökuna frá ÍSÍ og Alþjóða Ólympíunefndinni.

Með fréttinni fylgir mynd af hópnum. Allir þátttakendur á leikunum eru á myndinni fyrir utan Sunnevu Friðriksdóttur keppanda í sundi og Bjarka Benediktsson sem tók þátt sem ungur sendiherra og aðstoðarfararstjóri á leikunum.