Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

3

Forseti ÍSÍ skipaður í nefnd EOC um Evrópumál

04.09.2014Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ hefur verið skipaður í nefnd Evrópusambands ólympíunefnda (EOC) um Evrópusambandsmál, svokallaða EU Commission, til næstu fjögurra ára.
Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ á einnig sæti í nefnd á vegum EOC en hún situr í nefnd um Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar til næstu fjögurra ára.
Á myndinni eru forseti ÍSÍ og Patrick Hickey, forseti EOC.