Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
30

Nanjing 2014 - Knattspyrna drengja

25.08.2014

Í gær lék U-15 landsliða drengja í undanúrslitum á Ólympíuleikum ungmenna í Nanjing í Kína.  Leikið var á móti ríkjandi Asíumeisturum í þessum aldursflokki, liði Suður-Kóreu og var ljóst að erfiðan leik yrði að ræða.  Lið Suður-Kóreu er mjög vel skipulagt og þar eru einstaklingar sem búa yfir góðri tækni og miklum hraða. 

Íslensku strákarnir stóðu sig frábærlega í leiknum og var staðan jöfn í hálfleik 0-0.  Um miðjan síðari hálfleik kom Helgi Guðjónsson inn á sem varamaður og nánast í fyrstu snertingu skoraði hann mark og kom Íslandi yfir 1-0.  Það dugði samt stutt og lið Suður-Kóreu náði að jafna skömmu síðar með skallamarki eftir aukaspyrnu. 

Að loknum venjulegum leiktíma var staðan 1-1 og því var komið að vítaspyrnykeppni.  Þar var lið Suður-Kóreu sterkara og sigraði vítaspyrnukeppnin 3-1.

Það verða því lið Perú og Suður-Kóreu sem leika til úrslita á miðvikudaginn en sama dag leikur Ísland við lið Grænhöfðaeyja um þriðja sætið á mótinu. 

Á myndinni má sjá markaskorara Íslands, Helga Guðjónsson, ásamt forseta ÍSÍ Lárusi L. Blöndal, en myndin var tekin eftir fyrsta leik liðsins í riðlinum þegar Helgi skoraði þrennu.