Kristinn Þórarinsson synti á 27.05sek. í dag
19.08.2014
Kristinn Þórarinsson synti í þriðja sinn á Ólympíuleikum ungmenna í dag. Hann keppti þá í 50m. baksundi og var á tímanum 27.05sek, eða 1.09sek. á eftir sigurvegaranum í riðlinum, Grikkjanum Apostolos Christou. Kristinn endaði sjöundi í sínum riðli af átta sundmönnum. Úrslit sundsins fara fram í kvöld.
Kristinn keppir næst þann 22. ágúst í 200m. baksundi.