Íslenska drengjalandsliðið í knattspyrnu tapaði í morgun
18.08.2014
Íslenska drengjalandsliðið (U-15) í knattspyrnu tapaði í morgun fyrir landsliði Perú 2:1 á Ólympíuleikum ungmenna sem fara fram í Nanjing í Kína.
Eftir fyrri hálfleik var staðan 2:0 fyrir Perú. Kristófer Kristinsson fær skráð á sig sjálfsmark á 4. mín. Gerald Tavara, Perú, skoraði úr aukaspyrnu á 26. mín. Í seinni hálfleik skoraði Torfi Gunnarsson á 42. mín. Leikurinn endaði 2:1 fyrir Perú.
Hondúras og Perú eiga næsta leik í riðlinum, þann 21. ágúst. Íslenska drengjalandsliðið þarf að bíða eftir úrslitum úr þeim leik til þess að vita hvort þeir komist í undanúrslit eða keppi um önnur sæti.