Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

London tveimur árum eftir Ólympíuleikana 2012

30.07.2014

Nú þegar um tvö ár eru frá opnunarhátíð Ólympíuleikanna 27. júlí 2012, hefur breska ríkisstjórnin gefið út nýja skýrslu sem sýnir jákvæð áhrif Ólympíuleikanna á borgina og Bretland í heild sinni, á meðan á leikunum stóð og frá því að þeim lauk. Forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC), Thomas Bach, sagði að því tilefni að það væri eitt af áherslum IOC að tryggja jákvæðan ávinning fyrir gestgjafaborgina og viðkomandi land eftir Ólympíuleika. Hann sagðist hafa tekið eftir því, sem Ólympíufari sjálfur, að leikarnir í London hafi verið byggðir upp með íþróttafólkið í huga. Hann sagðist einnig hafa tekið eftir því að gestgjafarnir gerðu ráð fyrir áþreifanlegum ávinning af leikunum sem þeir ætluðu að nýta sér til lengri tíma.  

Í skýrslunni kemur fram að mikil aukning hafi átt sér stað í verslun og iðnaði í kjölfar leikanna og að gestgjafarnir hafi náð efnahagslegu markmiði sínu á helmingi styttri tíma en áætlað var. Heimsóknum ferðamanna til Bretlands hefur fjölgað töluvert og fleiri Bretar stunda íþróttir nú en fyrir leika. Nú iðkar 15,6 milljónir fólks eldra en 16 ára  íþróttir einu sinni í viku eða oftar, en það eru 1,7 milljónum fleiri en árið 2005 þegar að tilkynnt var að London myndi halda leikana. Í kjölfar Ólympíuleikanna skapaðist einnig sterkur vettvangur fyrir sjálfboðaliða, sem varpar ljósi á það hversu mikinn samfélagslegan ágóða stórir íþróttaviðburðir geta myndað.

Bretar reyna allt sem þeir geta til þess að halda anda Ólympíuleikanna lifandi. Margt er í boði um allt Bretland sem tengist leikunum á einhvern hátt. Bretar hafa nýtt sér stórkostlega frammistöðu breska íþróttafólksins og bjartsýni almennings sem sýndi sig á þessum vikum 2012, meðal annars í uppbyggingu samfélagslegra verkefna.