Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15.03.2025 - 15.03.2025

Ársþing KKÍ 2025

Ársþing Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ)...
27.03.2025 - 27.03.2025

Ársþing HSK 2025

Ársþing Héraðssambandsins Skarphéðins (HSK)...
14

Heimsókn til ÍSÍ

30.07.2014

Nýverið heimsótti Patrick Baumann höfuðstöðvar ÍSÍ, en hann situr í Alþjóðaólympíunefndinni og er framkvæmdastjóri FIBA (Alþjóða körfuknattleikssambandsins). 

Var hann hér á Íslandi í einkaerindum, en Patrick var mjög góður vinur fyrrverandi forseta ÍSÍ, Ólafs Rafnssonar, sem lést á síðasta ári, og vildi hann m.a. heimsækja aðstandendur Ólafs sem og körfuknattleiksforystuna á Íslandi. 

Hélt hann stuttan blaðamannafund í samvinnu við KKÍ meðan á dvölinni stóð ásamt því að heimsækja höfuðstöðvar ÍSÍ og hitta fulltrúa ÍSÍ, þau Gunnar Bragason gjaldkera ÍSÍ og Höllu Kjartansdóttur skrifstofustjóra.

Á myndinni má sjá þau ásamt Patrick Baumann og Hannesi S. Jónssyni formanni KKÍ.