Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Ferð til Ólympíu

14.07.2014Í júní síðastliðnum fóru þau Sigríður Inga Viggósdóttir og Tryggvi Þór Einarsson til Ólympíu í Grikklandi til að taka þátt í námskeiði á vegum IOA (International Olympic Academy) en þau voru valin úr hópi umsækjenda. Þátttakendur á námskeiðinu voru um 200 talsins frá 96 þjóðlöndum. Á námskeiðinu sem stendur í tvær vikur, fór fræðslan fram í formi fyrirlestra og í umræðuhópum og var þema námskeiðsins gildi Ólympíuhreyfingarinnar.

Þátttakendur eru sammála um að það sem stendur upp úr á námskeiðinu sé samkenndin sem myndast í hópnum og vináttan og virðingin sem myndast meðal þátttakenda þvert á stjórnmála- og trúarskoðanir, sem er alveg í anda Ólympíuhreyfingarinnar. 

Myndir með frétt