Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
16

Breytingar á hópi til Nanjing 2014

10.07.2014

Sunneva Dögg Friðriksdóttir bættist við í hóp keppanda á Ólympíuleikum ungmenna sem fram fara í Nanjing í Kína í ágúst.

Alþjóðasundsambandið tilkynnti um þetta fyrr í vikunni áður en lokafrestur skráninga rann út.  Sunneva mun keppa í tveimur greinum á leikunum, 800m og 400m skriðsundi.  Kristinn Þórarinson er hinn íslenski sundmaðurinn á leikunum og keppir hann í fjórum greinum:  50m, 100m, og 200m baksundi auk 200m fjórsunds.

Keppni í sundi stendur yfir frá 17. til 22. ágúst. 



Kristinn mun fyrst keppa í 100m baksundi sunnudaginn 17. ágúst  og  200m fjórsundi mánudaginn 18. ágúst.  Því næst 50m baksundi þriðjudaginn 19. ágúst og 200m baksundi föstudaginn 22. ágúst. 



Sunneva mun keppa í 800m skriðsundi 19. ágúst og 400m skriðsundi föstudaginn 22. ágúst.