Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
15

Ólympíudeginum fagnað á heimsvísu

03.07.2014

Á hverju ári er haldið upp á Alþjóðlega Ólympíudaginn þann 23. júní út um allan heim. Þessi viðburður er í tilefni af því að 23. júní árið 1894 var Alþjóðaólympíunefndin stofnuð. Forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar, Thomas Bach, bað fólk hvaðanæva úr heiminum að hreyfa sig og njóta ávinnings heilbrigðs lífsstíls í setningarræðu sinni á Ólympíudaginn 23. júní. Bach talaði um að nauðsynlegt væri að halda áfram að breiða út vinsældir íþrótta og Ólympíuleikanna, en að sérstök áhersla ætti að fara í það að hvetja fólk, einna helst ungt fólk, til að hreyfa sig. Hann lagði áherslu á að koma sófakartöflunum upp úr sófanum og að eitt af markmiðunum með Ólympíudeginum væri að gera það.  Íþróttasambönd um allan heim héldu Ólympíudaginn hátíðlegan og þúsundir manna tóku þátt. Ólympísku gildin vinátta, virðing og að gera sitt besta voru í hávegum höfð. Hér á landi hefur þessi dagur verið haldinn hátíðlegur undanfarin ár. Markmiðið með deginum er að hvetja fólk til að koma saman, hreyfa sig og hafa gaman.

ÍSÍ tók þátt í Ólympíudeginum og heimsótti fjölmarga staði. Má þar nefna Skýjaborgir frístundaheimili í Vesturbæ Reykjavíkur, Álfheima frístundaheimili í Breiðholti, Íþróttaskólann í Laugardal, Borgarnes, Hólmavík, Tígrisbæ frístundaheimili í Grafarvogi, Íþróttafélagið Hauka, ýmis frístundaheimili sem komu saman við Kringlumýri og Klettaskóla í Öskjuhlíð. KSÍ stóð fyrir vítaskyttukeppni og Hafna- og mjúkboltafélag Reykjavíkur stóð fyrir kynningu á hafna- og mjúkbolta ásamt amerískum fánabolta. 

ÍSÍ fékk íþróttafólk með í för; Helenu Sverrisdóttur körfuknattleikskonu, Rögnu Ingólfsdóttur badmintonspilara og Ólympíufara, Þormóð Árna Jónsson júdókappa og Ólympíufara, Ragnhildi Skúladóttur, Þórarinn Alvar Þórarinsson, Lindu Laufdal og Birgi Sverrisson starfsfólk ÍSÍ. Íþróttafólkið fræddi krakkana um hvað þarf að gera til þess að verða afreksmaður í sinni íþrótt, um almennt heilbrigði og að gera ávallt sitt besta. Að því loknu var farið með hópinn í körfuknattleik, badminton, keilu, hlaup, júdó og fleiri íþróttir.

Á fésbókarsíðu ÍSÍ má sjá skemmtilegt myndband frá deginum.

Ólympíuvikan tókst vel til í ár og þakkar ÍSÍ öllum þeim sem tóku þátt í vikunni.


Myndir með frétt