Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
18

Logi og Elsa mynda hönnunarteymi Smáþjóðaleikanna 2015

02.07.2014

Logi Jes Kristjánsson og Elsa Nielsen mynda hönnunarteymi sem vinnur að hönnun fyrir Smáþjóðaleikana 2015. Logi og Elsa eru bæði grafískir hönnuðir, en auk þess starfar Logi sem lögreglumaður. Þau voru bæði afreksíþróttamenn í sinni íþrótt, Elsa í badmintoni og Logi í sundi. Þau kepptu bæði á Ólympíuleikunum í Atlanta 1996, en Elsa keppti einnig á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992. Samstarf þeirra við ÍSÍ hófst fyrir rúmu ári. 

Í mörg horn er að líta þegar kemur að hönnunarvinnu fyrir Smáþjóðaleikana. Meðal annars má nefna hönnun á heildarútliti, hönnun á fréttabréfum, skiltum, skortöflum, matarmiðum, boðskortum, uumhverfismerkingum, veggspjöldum, verðlaunapöllum og fleiru. Þau sjá einnig um að hanna lukkudýr leikanna, verðlaunapeninga, eldstæði og minjagripi. Logi hannaði auk þess merki Smáþjóðaleikanna. Hugmyndin á bak við merkið er íslenskt landslag, ásamt stíl, hraða og krafti. Hönnunarteymið hefur unnið hörðum höndum að náttúrumyndunum í myndaröðinni „Náttúrulegur kraftur“, sem sýnir íslenskt íþróttafólk í íslensku landslagi. 

Viðtöl við Elsu og Loga má sjá á heimasíðu Smáþjóðaleikanna 2015 www.gsse2015.is 



 

Myndir með frétt