Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

2

Sævar Már Guðmundsson fær Silfurmerki BLÍ

23.06.2014

42. ársþing Blaksambands Íslands var haldið síðastliðinn laugardag og funduðu 25 þingfulltrúar. Formaður BLÍ, Jason Ívarsson, flutti hvatningarræðu til hreyfingarinnar um fagmennsku í vinnubrögðum í uppbyggingarstarfinu. Stefán Jóhannesson og Kristján Geir Guðmundsson voru endurkjörnir í stjórn BLÍ til tveggja ára. Hreggviður Norðdahl, Brynja María Ólafsdóttir og Árni Jón Eggertsson voru kosin inn í varastjórn til eins árs. Sævari Má Guðmundssyni var veitt Silfurmerki Blaksambands Íslands, en hann var að klára sitt níunda starfsár sem framkvæmdastjóri sambandsins. Fulltrúi ÍSÍ á þinginu var Líney R. Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ.

Almenn ánægja var með störf þingsins. Í liðnum „önnur mál“ voru dómaramálin fyrirferðamikil og ljóst að þörfin fyrir því að fjölga í dómarastéttinni er brýn. Á myndinni eru Jason Ívarsson og Sævar Már Guðmundsson.