Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
30

Ólafur E. Rafnsson útnefndur Heiðursfélagi FIBA Europe

20.05.2014

47. ársþing FIBA Europe, Evrópska körfuknattleikssambandsins, var haldið í München 16. maí sl.  Cyriel Cooman, sem tók við forsetaembætti FIBA Europe í kjölfar andláts Ólafs E. Rafnssonar 19. júní sl., ávarpaði þingið og minntist Ólafs. Sagði hann fráfall Ólafs hafa verið mikinn missi fyrir FIBA Europe, körfuknattleik og íþróttahreyfinguna í heild. 

Þingfulltrúar, sem voru ríflega 100, risu allir úr sætum til heiðurs Ólafi og samþykktu einróma að útnefna Ólaf sem Heiðursfélaga FIBA Europe.  Gerður Guðjóns­dótt­ir ekkja Ólafs og börn þeirra veittu viðurkenningunni móttöku.