Ólafur E. Rafnsson útnefndur Heiðursfélagi FIBA Europe
20.05.2014
47. ársþing FIBA Europe, Evrópska körfuknattleikssambandsins, var haldið í München 16. maí sl. Cyriel Cooman, sem tók við forsetaembætti FIBA Europe í kjölfar andláts Ólafs E. Rafnssonar 19. júní sl., ávarpaði þingið og minntist Ólafs. Sagði hann fráfall Ólafs hafa verið mikinn missi fyrir FIBA Europe, körfuknattleik og íþróttahreyfinguna í heild.
Þingfulltrúar, sem voru ríflega 100, risu allir úr sætum til heiðurs Ólafi og samþykktu einróma að útnefna Ólaf sem Heiðursfélaga FIBA Europe. Gerður Guðjónsdóttir ekkja Ólafs og börn þeirra veittu viðurkenningunni móttöku.