Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

7

Hannes kjörinn í stjórn FIBA Europe

20.05.2014Hann­es Sig­ur­björn Jóns­son, formaður Körfuknatt­leiks­sam­bands Íslands, var kjör­inn í stjórn FIBA-Europe, Evr­ópska körfuknatt­leiks­sam­bands­ins á ársþingi sambandsins síðastliðna helgi. Til stjórnar FIBA Europe voru í framboði 35 einstaklingar um 23 sæti í stjórn sambandsins.
Tyrk­inn Turgay Demirel var kjör­inn for­seti FIBA-Europe og hlaut 40 at­kvæði af 50.

ÍSÍ óskar Hannesi til hamingju með kjörið en það er afar mikilvægt fyrir íþróttahreyfinguna á Íslandi að eiga fulltrúa í stjórnum og ráðum alþjóðasambanda.