Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
30

Gunnar Sigurðsson sæmdur Silfurmerki ÍSÍ

20.05.2014

Ársþing Skotíþróttasambands Íslands var haldið 10.maí s.l. í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Þingið var vel sótt af hátt í 60 þingfulltrúum víðsvegar að af landinu. Halldór Axelsson var endurkjörinn formaður sambandsins. Guðmundur Kr. Gíslason og Jón S. Ólason voru kosnir í aðalstjórn til tveggja ára. Fyrir sitja Jóhann A. Kristjánsson og Kjartan Friðriksson. Í varastjórn voru kosin Jórunn Harðardóttir og Ómar Ö. Jónsson. 

Á þinginu var Gunnari Sigurðssyni veitt Silfurmerki ÍSÍ fyrir áratuga störf fyrir skotíþróttahreyfinguna. Ingibjörg Bergrós Jóhannesdóttir úr framkvæmdastjórn ÍSÍ sæmdi Gunnari merkinu með dyggri aðstoð framkvæmdastjóra ÍSÍ, Líneyju Rut Halldórsdóttur.