Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
13

Nanjing 2014 - Rafræna kyndilhlaupið á Íslandi

17.05.2014

Ólympíuleikar ungmenna eru ætlaðir fyrir ungt afreksfólk í íþróttum á aldrinum 15 til 18 ára. Næstu sumarleikar verða haldnir í Nanjing í Kína í ágúst 2014. Hugmyndin að leikunum er sú að ungt afreksfólk sé ekki einungis mætt á leikana til að keppa, heldur einnig til að kynnast ólympískum gildum og breiða út ólympískan boðskap.

Í tilefni af Ólympíuleikum ungmenna var ólympíueldurinn tendraður við hátíðlega athöfn þann 30. apríl í Aþenu í Grikklandi. Á sama tíma kom út nýtt smáforrit fyrir tölvur og síma sem kallast Rafræna kyndilhlaupið. Í leiknum geta kyndilberar farið um 204 lönd og svæði sem taka þátt í leikunum í ágúst á 98 dögum. Hugmyndin er sú að veita ungmennum út um allan heim það tækifæri að vera kyndilberar, að þau hjálpist að við að fara með eldinn í kringum heiminn og aftur til Nanjing og breiði þannig út boðskap ólympíuandans. Í raun er verið að hvetja til þess að sem flestir taki þátt í kyndilhlaupinu á rafrænan hátt. Markmið leiksins er að breiða út gildi YOG sem eru „ágæti, vinátta og virðing“ og að stuðla að eða efla samsetningu menningar og menntunar í íþróttum.

Rafræna kyndilhlaupið er á Íslandi þann 17. maí frá klukkan fjögur seinnipartinn til miðnættis.

Hægt er að nálgast smáforritið á iTunes, Google Play og á heimasíðu leikanna www.nanjing2014.org

Upplýsingar eru einnig á fésbókarsíðu leikanna http://www.facebook.com/nanjing2014

Hægt er að fylgjast með hvar kyndillinn er á þessari slóð: http://www.nanjing2014.org/en/torch_nd.htm og http://torchrelay.nanjing2014.org/