Góður rekstur hjá UDN

Nýjir aðilar í stjórn UDN voru kjörnir Herdís Erna Matthíasdóttir, Heiðrún Sandra Grettisdóttir og Jenny Nilsson. Varamenn voru kjörnir Sigurdís Sigursteinsdóttir og Sigurður Bjarni Gilbersson. Formaður sambandsins, Kristján Garðarsson, var kjörinn á síðasta ársþingi til tveggja ára.
Auk stjórnarkjörs voru kosningar í íþróttaráð sambandsins þ.e. knattspyrnuráð, frjálsíþróttaráð, sundráð, badmintonráð og blakráð.
Fulltrúi ÍSÍ á þinginu var Líney R. Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ.