Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Guðmundur B. Ólafsson endurkjörinn formaður HSÍ

02.05.201457. ársþing HSÍ var haldið í dag 30. apríl síðastliðinn í Laugardalshöll. Þingstörf gengu vel fyrir sig. Litlar breytingar voru gerðar á lögum sambandsins á ársþinginu.

Velta sambandsins á árinu 2013 var ríflega 200 milljónir króna og tap ársins um 11, 7 milljónir. Þess má geta að eigið fé sambandsins er jákvætt um 5,7 milljónir.

Kosið var um formann HSÍ og var Guðmundur B. Ólafsson endurkjörinn í það embætti.

Einnig var kosið um 4 stjórnarmenn til tveggja ára en það eru: Einar Einarsson, Guðjón L. Sigurðsson, Gunnar Erlingsson og Ragnheiður Traustadóttir.
Kosið var um 3 varamenn til eins árs en voru kjörin þau Hannes Karlsson, Hjördís Guðmundsdóttir og Þorgeir Haraldsson.

Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ ávarpaði þingið en aðrir fulltrúar ÍSI á þinginu voru Gunnar Bragason gjaldkeri ÍSÍ, Hafsteinn Pálsson og Guðmundur Ágúst Ingvarsson.