Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
18

Ólympíufarar mættu á Andrésar Andarleikana

30.04.2014

Andrésar Andarleikarnir fóru fram dagana 23. - 26. apríl. Um 700 börn á aldrinum 6-15 ára voru skráð til leiks í alpagreinum, skíðagöngu og snjóbrettum. Veðrið lék við þátttakendur og aðstæður voru mjög góðar. Ólympíufararnir okkar sem kepptu á Ólympíuleikunum í Sochi 2014, Brynjar Jökull Guðmundsson, Einar Kristinn Kristgeirsson, Erla Ásgeirsdóttir og Sævar Birgisson mættu á svæðið og gáfu keppendum áritaðar myndir (Helga María Vilhjálmsdóttir var fjarverandi vegna keppni erlendis). Ásamt því veittu Ólympíufararnir verðlaun á föstudeginum. Á laugardeginum fylgdust Ólympíufarar með keppendunum á mótinu og yngstu krökkunum sem voru að keppa í leikjabrautum. Ólympíufararnir vöktu mikla lukku á meðal þátttakenda á Andrésar Andarleikunum og mætti segja að viðvera þeirra hafi verið einn af hápunktum leikanna.