Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
16

Nýr starfsmaður ÍSÍ

09.04.2014

ÍSÍ hefur ráðið Rögnu Ingólfsdóttur í starf verkefnastjóra kynningarmála.  Ragna var valin úr hópi tæplega 140 umsækjenda en það var Hagvangur sem sá um ráðningarferlið. 

Ragna er með BA gráðu frá HÍ í heimspeki, með sálfræði sem aukagrein og er í meistaranámi í lýðheilsuvísindum við HÍ. Ragna þekkir íþróttahreyfinguna vel en hún var, sem kunnugt er, fremsta badmintonkona Íslands um langt áraskeið og keppti m.a. á tvennum Ólympíuleikum.  Hún hefur margskonar starfsreynslu, meðal annars við pistlaskrif og umsjón netmiðla.

Ragna mun hafa umsjón með kynningarmálum ÍSÍ, heimasíðu og samfélagsmiðlum, myndasafni, samskiptum við fjölmiðla, útgáfu fréttaefnis, svo fátt eitt sé nefnt. Hún mun vinna þvert á öll stoðsvið ÍSÍ.

Við bjóðum Rögnu hjartanlega velkomna til starfa hjá ÍSÍ og óskum henni velfarnaðar í starfi.