Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

3

Ársþing ÍBA

09.04.2014

Íþróttabandalag Akureyrar hélt ársþing sitt þriðjudaginn 8. apríl 2014.  Ársþingið var átakalítið og fáar tillögur sem lágu fyrir þinginu.  Nýr formaður var kjörinn á þinginu en Þröstur Guðjónsson formaður til 20 ára steig nú til hliðar eftir langt og farsælt starf.  Þröstur fékk Heiðurskross ÍSÍ á þinginu og var það Helga Steinunn Guðmundsdóttir varaforseti ÍSÍ sem afhenti Þresti krossinn við mikið lófaklapp þingheims.  Dr. Viðar Halldórsson var með athyglisverðan fyrirlestur sem hann kallaði "Framtíðina" þar sem hann fjallaði m.a. um þætti í þjálfun og öðru starfi íþróttafélaga sem stundum vilja gleymast í starfinu þ.e. huglæga, félagslega og uppeldislega þætti. 

Nýr formaður ÍBA er Geir Kristinn Aðalsteinsson núverandi forseti bæjarstjórnar Akureyrar.  Hann tilkynnti á þinginu að hann myndi draga sig út úr forystuhlutverki á pólitískum vettvangi í kjölfar þessa kjörs.  Í aðalstjórn ÍBA sitja nú Geir Kristinn Aðalsteinsson formaður, Haukur Valtýsson, Hrafnhildur Guðjónsdóttir og Ármann Ketilsson.  Fulltrúar ÍSÍ á þinginu voru þau Helga Steinunn Guðmundsdóttir varaforseti ÍSÍ og Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri. 

Á myndinni er Geir Kristinn Aðalsteinsson nýr formaður ÍBA.