Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
16

Aðalbjörg endurkjörin formaður USAH

17.03.2014

Ársþing Ungmennasambands A-Húnvetninga var haldið í félagsaðstöðu Samstöðu á Blönduósi laugardaginn 8. mars sl. Þingið var vel sótt en ríflega 30 fulltrúar mættu frá aðildarfélögum sambandsins. Nokkrar tillögur voru lagðar fyrir þingið og voru umræður góðar.
Aðalbjörg Valdimarsdóttir formaður og Hafdís Vilhjálmsdóttir varaformaður voru endurkjörnar í stjórn til næstu tveggja ára auk þess sem Rannveig Lena Gísladóttir var kjörin gjaldkeri til eins árs. Aðrir í stjórn eru Guðrún Sigurjónsdóttir meðstjórnandi og Sigrún Líndal ritari.
Hvatningarverðlaun USAH hlaut Hestamannafélagið Neisti fyrir mikið og gott starf og þá ekki síst í barna- og unglingaíþróttum.
Fulltrúi ÍSÍ á þinginu var Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri sem flutti stutt ávarp við setningu þings.