Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
12

Sigurður Guðmundsson áfram formaður UMSB

10.03.2014

92. Sambandsþing Ungmennasambands Borgarfjarðar fór fram laugardaginn 8.mars í Félagsheimilinu Brautartungu. Þingið var starfssamt og umræður góðar en lagðar voru fram bæði breytingar á lögum sem og breytingar á skiptingu lottótekna. UMSB hefur unnið ötullega að stefnumótun undanfarið ár og lágu tillögur fyrir þinginu sem unnið hefur verið að. Í þeirri stefnumótun er lagt upp með gildi UMSB, hlutverk sambandsins sem og framtíðarsýn. Út frá þessari framtíðarsýn hafa verið sett fram markmið til tveggja ára sem unnið er að. Á síðasta ári var skrifað undir samstarfssamning á milli UMSB og Borgarbyggðar. Sá samningur hefur breytt rekstri sambandsins til hins betra en velta sambandsins hefur nánast þrefaltast á einu ári og má að miklu leyti þakka fjármagni frá Borgarbyggð þessa þróun. Á þinginu var skrifað undir samstarfssamning á milli UMSB og KPMG en hann lýtur að því að KPMG styrkir sambandið rausnarlega með því að sjá um færslu á bókhaldi UMSB og gerð ársreikninga, auk þess sem KPMG býður aðildarfélögum UMSB sambærilega samninga.  KPMG mun einnig aðstoða UMSB við að útbúa handbók fyrir gjaldkera íþróttafélaga til að auðvelda gjaldkerum innan UMSB starf sitt og auðvelda samanburð á færslu bókhalds og skilum innan sambandsins.

Stjórn sambandsins var endurkjörin en hana skipa Sigurður Guðmundsson sambandsstjóri, Ásgeir Ásgeirsson varasambandsstjóri, Kristín Gunnarsdóttir gjaldkeri, Þórhildur María Kristinsdóttir ritari og Aðalsteinn Símonarson meðstjórnandi.

Fulltrúi ÍSÍ á þinginu var Ingi Þór Ágústsson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ.