Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
12

Alda Kolbrún Helgadóttir heiðruð á ársþingi UMSK

10.03.2014

90. ársþing UMSK var haldið í Laugardalshöllinni 27. febrúar síðastliðinn.Valdimar Leó Friðriksson var endurkjörinn formaður sambandsins. Tveir stjórnarmenn, þau Ester Jónsdóttir og Albert Valdimarsson, gengu úr stjórn eftir meira en tuttugu ára setu. Alda Kolbrún Helgadóttir gaf heldur ekki kost á sér en hún hefur setið  í stjórn UMSK síðan 2008. Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ heiðraði við þetta tækifæri Öldu Kolbrúnu með Silfurmerki ÍSÍ fyrir góð störf í þágu íþróttahreyfingarinnar.

Ný stjórn UMSK er þannig skipuð: Valdimar Leó Friðriksson formaður, Guðmundur Sigurbergsson, Magnús Gíslason, Margrét Björnsdóttir og Lárus B. Lárusson. Í varastjórn sitja Sólveig Jónsdóttir, Þorsteinn Þorbergsson og Helga Jóhannesdóttir. Í lok þingsins afhenti formaður sambandsins þeim Ester, Albert og Svani M. Gestssyni, sem gekk úr stjórn í fyrra, sérstaka viðurkenningu en öll höfðu þau setið yfir tuttugu ár í stjórn UMSK.

Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ, Gunnar Bragason gjaldkeri ÍSÍ, Hafsteinn Pálsson, Ingibjörg Bergrós Jóhannesdóttir sem einnig var þingforseti og Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ sóttu þingið af hálfu ÍSÍ.