Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
7

Ólafur Oddur endurkjörinn formaður GLÍ

05.03.2014

50. ársþing Glímusambands Íslands var haldið laugardaginn 1.mars 2014 í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Ársþingið gekk vel fyrir sig og var mæting ágæt en um 25 manns sóttu þingið. Þingforseti var Sigmundur Stefánsson og þingritari var Jón M. Ívarsson. Ólafur Oddur Sigurðsson var endurkjörinn formaður Glímusambandsins og ný inn í stjórn voru kjörin þau Sindri Freyr Jónsson og Eva Dögg Jóhannsdóttir en Hugrún Geirsdóttir gaf ekki lengur kost á sér í stjórn GLÍ.

Á þinginu voru þeir Garðar Erlendsson og Þorvaldur Þorsteinsson gerðir að heiðursfélögum GLÍ fyrir áratuga störf í þágu glímunnar og má sjá þá félaga á meðfylgjandi mynd ásamt Ólafi Oddi formanni GLÍ.

Fulltrúi ÍSÍ á þingi GLÍ var Friðrik Einarsson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ.