Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
8

Starfsamt ársþing UMSS

03.03.2014Ungmennasamband Skagafjarðar hélt ársþing sitt í Höfðaborg á Hofsósi sunnudaginn 2. mars síðastliðinn og var þingið að þessu sinni í boði Hestamannafélagsins Svaða.  Þingið var í meira lagi starfsamt enda alls um 19 tillögur sem lágu fyrir þinginu.  Tillögurnar hlutu sumar hverjar heilmikla umræðu, bæði inni í nefndarstörfum og í þingsal að þeim loknum.  Töluverðar breytingar urðu á þeim tillögum sem hvað mesta umræðu fengu en í öllum tilfellum var umræða málefnleg og henni stýrt af röggsemi af þingforsetunum Gunnari Sigurðssyni og nafna hans Gestssyni.  Meðal tillagna sem lágu fyrir má nefna tillögur um breytingar á lottóreglugerð, breytingar á reglum um kjör á íþróttamanni, íþróttaliði og íþróttaþjálfara Skagafjarðar, breytingar á fjárhagslegu sjálfstæði nefnda UMSS o.fl.  Jón Daníel Jónsson var endurkjörinn formaður sambandsins með lófaklappi.  Fulltrúi ÍSÍ á þinginu var Viðar Sigurjónsson Skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri.  Á myndinni er Jón Daníel Jónsson formaður UMSS.