Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

2

Sochi 2014 – Sævar keppir í sprettgöngu

10.02.2014Á morgun, þriðjudaginn 11. febrúar, hefja Íslendingar keppa á Vetrarólympíuleikunum í Sochi.

Sævar Birgisson keppir þá í sprettgöngu og hefst forkeppnin kl. 14:25 á rússneskum tíma eða 10:25 á íslenskum tíma.  86 keppendur eru skráðir til leiks og mun Sævar verða ræstur númer 72, eða kl. 10:43 á íslenskum tíma.

Sprettgangan er á braut sem 1.800 metra löng.  Genginn er einn hringur og eru keppendur ræstir á 15 sekúnda fresti.  Lægsti hluti brautarinnar er í 1.463 metra hæð og sá hæsti í 1.498 metra hæð.  Tvær brekkur eru í brautinn sem þarf að klífa og má segja að brautin geti verið erfið viðureignar.

Hér á heimasíðu leikanna má finna upplýsingar um greinina:  http://www.sochi2014.com/en/cross-country-men-s-sprint-free-qualification