Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

2

Sochi 2014 – Samstarf við Nike

09.02.2014Íslenski hópurinn klæðist Nike fatnaði og skóm á leikunum í Sochi, en gott samstarf hefur verið við Nike eða umboðsaðila þeirra á Íslandi í gegnum tíðina.  Þannig var Austurbakki, þáverandi umboðsaðili Nike á Íslandi lengi vel eitt af fyrirtækjum í Ólympíufjölskyldu ÍSÍ og meðan á þeirra samvinnu stóð var íslenski hópurinn í Nike vörum á Ólympíueikum.

Fyrir leikana í London 2012 lagði Nike, Inc., eða höfuðstöðvar Nike, íslenska hópnum til fatnað og skó fyrir Ólympíuleikana sem og Ólympíumót fatlaðra og nú fyrir leikana í Sochi hefur Nike aftur verið það rausnarlegt að leggja íslenska hópnum til búnað fyrir Ólympíuleika sem og Ólympíumót fatlaðra.

Andri Stefánsson, aðalfararstjóri íslenska hópsins og Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ áttu fund með fulltrúum Nike á dögunum og við það tækifæri var þeim þakkaður stuðningurinn við íslenska þátttakendur.

Á myndinni eru f.v.: Brett Jones, Líney Rut Halldórsdóttir og Craig Masback.