Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

3

Sochi 2014 – Frábærar aðstæður

09.02.2014

Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, ásamt föruneyti sem og mennta- og menningarmálaráðherra, Illugi Gunnarsson, hafa verið duglegir að heimsækja íslenska hópinn og fylgjast með viðburðum í Sochi undanfarna daga.

Í gær hófst dagurinn á því að fylgst var með keppni í íshokkí kvenna en síðan var „úthaldsþorpið“ (Endurance Village) heimsótt en þar búa þeir Sævar Birgisson keppandi í skíðagöngu og Birgir Gunnarsson, flokkstjóri og þjálfari hans.  Veðrið þann daginn var hreint út sagt frábært og aðbúnaður í þorpinu til fyrirmyndar.  Voru vistarverur skoðaðar sem og önnur sú aðstaða sem er fyrir þátttakendur á leikunum.  Voru allir á einu máli um að ekki væri hægt að kvarta yfir aðbúnaði gagnvart þátttakendum og eiga Rússar hrós skilið.  Að því loknu var farið og fylgst með keppni í skíðaskotfimi sem og listdansi síðar um kvöldið.

Á myndinni má sjá þá Sævar og Birgi ásamt gestum í þorpinu.