Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

28

Íþróttakona, Íþróttakarl og Íþróttalið Reykjavíkur 2013

06.01.2014

Þann 18. desember sl. var tikynnt um val á íþróttafólki Reykjavíkur og var þá í fyrsta sinn kjörin bæði Íþróttakarl og Íþróttakona Reykjavíkur ásamt því að Íþróttalið ársins í Reykjavík var valið. 

Helgi Sveinsson frjálsíþróttamaður úr Ármanni var valinn Íþróttakarl Reykjavíkur 2013 en hann varð m.a. heimsmeistari í spjótkasti fatlaðra síðastliðið sumar.

Aníta Hinriksdóttir frjálsíþróttakona úr Íþróttafélagi Reykjavíkur var valin Íþróttakona Reykjavíkur 2013 en Aníta vann m.a. heims-, Evrópu- og Norðurlandameistaratitla unglinga í millivegalengdahlaupum á árinu 2013.

Íþróttalið Reykjavíkur 2013 var valið lið KR í knattspyrnu karla sem hampaði Íslandsmeistaratitli síðastliðið sumar.

Jón Gnarr, borgarstjórinn í Reykjavík, Ingvar Sverrisson formaður ÍBR og Eva Einarsdóttir formaður ÍTR afhentu íþróttafólkinu og forsvarsmönnum íþróttafélaganna verðlaunin.