Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
7

Ásdís þakkar stuðninginn

03.01.2014

Afreksíþróttakonan Ásdís Hjálmsdóttir spjótkastari heimsótti skrifstofu ÍSÍ morgun og færði sambandinu að gjöf áritaða mynd með kveðju og þökkum fyrir stuðninginn á árinu 2013.  Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ tók við gjöfinni og var meðfylgjandi mynd tekin við þetta tækifæri.  Ásdís stundar íþrótt sína í Sviss undir leiðsögn þjálfarans Terry McHugh en hún er þar einnig við nám.  ÍSÍ óskar Ásdísi, sem og öðru íþróttafólki, góðs gengis á árinu 2014.