Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

Umsóknarfrestur í Afrekskvennasjóðs Íslandsbanka og ÍSÍ rennur út í dag

06.12.2013

Minnt er á að umsóknarfrestur í Afrekskvennasjóð Íslandsbanka og ÍSÍ rennur út í dag föstudaginn 6. desember. Nánari upplýsingar um sjóðinn og hvernig nálgast má umsóknareyðublað um styrk úr sjóðnum má finna hér

Afrekskvennasjóður Íslandsbanka og ÍSÍ var stofnaður að frumkvæði Íslandsbanka í samstarfi við Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands árið 2007. Tilgangur sjóðsins er að styðja við bakið á afrekskonum í íþróttum og gera þeim kleift að stunda íþrótt sína af krafti. Sjóðurinn hefur frá upphafi virkað sem hvatning og stuðningur við afreksíþróttakonur úr einstaklings- og hópíþróttum, sem stefna að frekari framförum og árangri í íþrótt sinni. Með fréttinni fylgir mynd frá síðustu úthlutun úr sjóðnum.