Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

Fjármálaráðstefna ÍSÍ vel sótt

02.12.2013

Fjármálaráðstefna ÍSÍ var haldin föstudaginn 29. nóvember sl. í Laugardalshöll og var vel sótt. Gunnar Bragason gjaldkeri ÍSÍ fór yfir lykiltölur úr rekstri íþróttahreyfingarinnar en tölurnar eru unnar upp úr Felix, skráningarkerfi ÍSÍ og UMFÍ. Fulltrúar fimm íþróttafélaga á landsvísu héldu erindi um ýmsa þætti í rekstri síns félags og ytra umhverfi þeirra. Um var að ræða Jón Karl Ólafsson formann Fjölnis, Birnu Lárusdóttur ritara aðalstjórnar Körfuknattleiksfélags Ísafjarðar, Sævar Pétursson framkvæmdastjóra Knattspyrnufélags Akureyrar, Kristínu Pétursdóttur formann Sundfélags Hafnarfjarðar og Davíð Sigurðarson formann Íþróttafélagsins Hattar á Egilsstöðum. Stefán Konráðsson framkvæmdastjóri Íslenskrar getspár var ráðstefnustjóri. Í lok ráðstefnunnar voru svo umræður og fyrirspurnir. 

Á myndinni má sjá fyrirlesarana á ráðstefnunni ásamt Helgu Steinunni Guðmundsdóttur varaforseta ÍSÍ og Líneyju Rut Halldórsdóttur framkvæmdastjóra ÍSÍ.