Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
18

Kraftlyftingadeild Breiðabliks Fyrirmyndardeild ÍSÍ

28.11.2013Kraftlyftingadeild Breiðabliks fékk viðurkenningu sem Fyrirmyndardeild ÍSÍ laugardaginn 23. nóvember síðastliðinn á Bikarmóti KRAFT sem haldið var í Smáranum.  Kraftlyftingadeildin er þriðja deildin/félagið sem fær viðurkenningu fyrirmyndarfélaga frá ÍSÍ innan þessarar íþróttagreinar.  Það var Sigríður Jónsdóttir sem afhenti viðurkenninguna í hléi á mótinu.  Á myndinni eru frá vinstri, Auðunn Jónsson varaformaður kraftlyftingadeildarinnar, Róbert Kjaran ritari deildarinnar, Ragnheiður Halldórsdóttir úr aðalstjórn Breiðabliks og jafnframt verkefnisstjóri verkefnisins Breiðablik sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ, Kristján Jónatansson framkvæmdastjóri Breiðabliks, Orri Hlöðversson formaður Breiðabliks og Sigríður Jónsdóttir formaður Þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ.